Innlent

Hvað verður um Bolla og Baldur?

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Baldur og Bolli fóru báðir í leyfi þegar ríkisstjórnin tók við.
Baldur og Bolli fóru báðir í leyfi þegar ríkisstjórnin tók við.
Tímabundið leyfi sem ráðuneytisstjórinn í forsætisráðuneytinu fékk þegar að ríkisstjórn VG og Samfylkingarinnar tók við rennur út á morgun.

Bolli Þór Bollason, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, og Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, fóru í báðir í leyfi þegar Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon tóku sæti ráðherra. Í fréttum af málinu var tekið fram að leyfi Bolla Þórs stæði til 30. apríl en leyfi Baldurs væri ótímabundið.

Þegar fréttastofa spurðist fyrir í forsætisráðuneytinu um hver afdrif Bolla yrðu þegar leyfi hans lyki fengust þau svör að um það yrði upplýst síðar í dag. Fjármálaráðherra sagðist ekki hafa haft tök á því að ræða við Baldur um framtíð hans sökum annríkis en hann byggist við því að málin myndu skýrast á næstunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×