Innlent

Sparnaður raski ekki fluginu

halldór halldórsson
halldór halldórsson

Samgönguráðuneytið segir að leitast verði við að nauðsynlegar sparnaðaraðgerðir í kjölfar efnahagsþrenginganna komi eins lítið og hægt er niður á þjónustu og hafi ekki áhrif á flug til Ísafjarðar. Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins til Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra á Ísafirði að því er kemur fram á fréttavefnum bb.is.

Halldór hefur mótmælt breyttum þjónustusamningi við Ísafjarðar-flugvöll og Þingeyrarflugvöll enda telur bæjarráðið breytinguna skerða þjónustuna.- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×