Íslenski boltinn

Grétar missir af fyrstu leikjunum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Grétar Hjartarson.
Grétar Hjartarson. Mynd/Grindavík

Framherjinn skæði, Grétar Ólafur Hjartarson, mun ekki vera með Grindavíkurliðinu í upphafi sumars og mun missa af fyrstu leikjunum.

Þetta staðfesti Ingvar Guðjónsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Grindavíkur við Vísi í dag.

Grétar átti í mjög erfiðum meiðslum og hefur verið að jafna sig af þeim í allan vetur.

Að sögn er hann þó í ágætu líkamlegu formi og hefur haldið sér eins vel við og hægt var miðað við aðstæður.

Eðlilega vantar þó upp á leikformið en Grindvíkingar vonast til þess að sjá Grétar sem allra fyrst í búningi liðsins á nýjan leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×