Erlent

Réðust inn í íbúð í Birkerød

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Fimmtán ára unglingur og tvítugur maður voru handteknir í nótt fyrir rán í bænum Birkerød á Norður-Sjálandi í Danmörku. Ræningjarnir spörkuðu upp hurð á íbúð í bænum og réðust þar á húsráðanda og mann sem var gestkomandi hjá honum. Annar ræningjanna ógnaði heimamönnum með skammbyssu á meðan hinn lét greipar sópa. Þeir höfðu 200 danskar krónur og farsíma upp úr krafsinu en voru gripnir skömmu síðar þar sem þeir óku greitt af vettvangi og vöktu með því athygli lögreglu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×