Innlent

Lönduðu 174 tonnum af laxi

Ytri-Rangá 2008 Svona var stemningin í fyrra. Áin endaði í rúmlega fjórtán þúsund löxum, sem er Íslandsmet.
Mynd/sunnlenska
Ytri-Rangá 2008 Svona var stemningin í fyrra. Áin endaði í rúmlega fjórtán þúsund löxum, sem er Íslandsmet. Mynd/sunnlenska

Veiði Met var slegið í laxveiði sumarið 2008 í íslenskum ám. Alls veiddust 84.124 laxar á stöng en af þeim var 17.178 sleppt aftur. Alls var þyngd landaðra laxa í stangveiði 174 tonn. Afli í stangveiðinni skiptist þannig að 60.980 voru smálaxar og 5.966 stórlaxar. Af þeim löxum sem sleppt var aftur voru 4.264 stórlaxar.

Flestir laxar veiddust á Vestur­landi en á Suðurlandi var veiðin litlu minni.

Í netaveiði var aflinn 9.403 laxar sumarið 2008, sem samtals vógu 21.862 kg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×