Erlent

Stefna anda fyrir hótanir og ónæði

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Þjóðsagan segir að andar hafist gjarnan við í lömpum líkt og þessum.
Þjóðsagan segir að andar hafist gjarnan við í lömpum líkt og þessum.

Sádiarabísk fjölskylda hefur höfðað mál gegn anda nokkrum og sakar hann um að lesa hótanir inn á símsvara, stela farsímum og grýta fjölskylduna þegar hún fer út úr húsi. Að sögn heimilisföðurins hóf andinn ofsóknir sínar fyrir tveimur árum. Fyrst fóru undarleg hljóð að heyrast og svo stigmagnaðist atburðarásin þar til ástandið varð beinlínis hættulegt. Góðgerðarsamtök hafa útvegað fjölskyldunni húsnæði til bráðabirgða á meðan rétturinn lætur rannsaka heimili þeirra. Trú á anda er útbreidd meðal araba en samkvæmt henni geta þeir verið hefnigjarnir og djöfullegir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×