Lífið

Led Zeppelin nafnlaus án Plant

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Robert Plant.
Robert Plant. MYND/AP
Gömlu brýnunum í Led Zeppelin er ekki heimilt að nota nafnið Led Zeppelin ef hljómsveitin fer í tónleikaferðalag án söngvarans og aðalnúmersins Roberts Plant. Þetta segir Harvey Goldsmith, kynningarstjóri sveitarinnar. Plant tilkynnti nýverið að hann hygðist taka sér frí frá tónleikahaldi með sveitinni næstu tvö árin og leita félagar hans nú að staðgengli til að koma fram á tónleikum sveitarinnar á meðan. Goldsmith segir að án Plants sé í raun ekki um Led Zeppelin að ræða og því gangi ekki að nota það nafn á meðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.