Laun forstjóra Stoða lækkuð í 1,5 milljónir 28. ágúst 2009 04:00 Umrótatímar Mikil óvissa skapaðist um framtíð Stoða við yfirtöku ríkisins á Glitni í fyrrahaust. Stoðir fóru í greiðslustöðvun og tóku kröfuhafar félagið yfir með nauðasamningum í sumar.Fréttablaðið/Arnþór Laun Jóns Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Stoða, lækka um 70 prósent samkvæmt nýjum samningi sem Eiríkur Elís Þorláksson, stjórnarformaður félagins, sagði frá í gær. Eiríkur sendi frá sér yfirlýsingu eftir að Fréttablaðið birti í gær frétt þess efnis að framkvæmdastjóri Stoða væri enn á fyrri ofurlaunum þrátt fyrir að félagið hafi gengið í gegnum nauðasamninga þar sem skuldir umfram eignir voru um 200 milljarðar króna. Fram kom í fréttinni að verið væri að semja við Jón Sigurðsson um laun á lágstemmdari nótum. Jón Sigurðsson „Framkvæmdastjóri félagsins, Jón Sigurðsson, hefur síðustu misserin starfað fyrir Stoðir, áður FL Group, samkvæmt gildandi ráðningarsamningi. Laun framkvæmdastjóra samkvæmt samningnum eru um fimm milljónir króna á mánuði. Eftir að nauðasamningar Stoða voru samþykktir fyrr í sumar varð fyrst ljóst að starfsemi félagsins myndi halda áfram. Samkomulag hefur nú verið gert við framkvæmdastjóra félagsins sem felur í sér yfir 70 prósenta lækkun á launum hans,“ segir í yfirlýsingu Eiríks. Samkvæmt þessu verða mánaðarlaun Jóns um 1,5 milljónir króna. Fréttablaðið óskaði í gær eftir nánari svörum frá félaginu um starfskjör framkvæmdastjórans. „Frá hvaða tímapunkti gilda þessi nýju launakjör? Fær forstjórinn aðrar greiðslur í tengslum við það að gefa eftir fyrri ráðningarsamning sinn við Stoðir?“ segir í fyrirspurn Fréttablaðsins sem Stoðir kusu að svara ekki. Eiríkur Elís Þorláksson Í yfirlýsingu Eiríks stjórnarformanns segir að ekki sé rétt að Stoðir séu í meirihlutaeigu ríkisfyrirtækja eins og sagt var í Fréttablaðinu. Þar kom fram að gamli Glitnir og Nýi Landsbankinn eigi samtals um 58 prósent í Stoðum. Voru félögin bæði tvö í fréttinni talin í eigu ríkisins. Hið rétta er hins vegar að gamli Glitnir er ekki í eigu ríkisins heldur tilheyrir hópi ótiltekinna kröfuhafa sem á eftir að skýrast hverjir eru. Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, segir helstu kröfuhafa vera erlenda banka. Ekki liggur á lausu hverjir eru hluthafar í Stoðum fyrir utan gamla Glitni og nýja Landsbankann. Júlíus Þorfinnsson, verkefnastjóri hjá félaginu, segir hluthafana á annað hundrað talsins, að mestu íslenskar og erlendar fjármálastofnanir og félög. „Stoðir eru ekki lengur með skráð hluta- eða skuldabréf í Kauphöll Íslands og nánari upplýsingar eru ekki veittar um hluthafalista félagsins, að minnsta kosti ekki að svo stöddu,“ segir Júlíus. gar@frettabladid.is Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira
Laun Jóns Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Stoða, lækka um 70 prósent samkvæmt nýjum samningi sem Eiríkur Elís Þorláksson, stjórnarformaður félagins, sagði frá í gær. Eiríkur sendi frá sér yfirlýsingu eftir að Fréttablaðið birti í gær frétt þess efnis að framkvæmdastjóri Stoða væri enn á fyrri ofurlaunum þrátt fyrir að félagið hafi gengið í gegnum nauðasamninga þar sem skuldir umfram eignir voru um 200 milljarðar króna. Fram kom í fréttinni að verið væri að semja við Jón Sigurðsson um laun á lágstemmdari nótum. Jón Sigurðsson „Framkvæmdastjóri félagsins, Jón Sigurðsson, hefur síðustu misserin starfað fyrir Stoðir, áður FL Group, samkvæmt gildandi ráðningarsamningi. Laun framkvæmdastjóra samkvæmt samningnum eru um fimm milljónir króna á mánuði. Eftir að nauðasamningar Stoða voru samþykktir fyrr í sumar varð fyrst ljóst að starfsemi félagsins myndi halda áfram. Samkomulag hefur nú verið gert við framkvæmdastjóra félagsins sem felur í sér yfir 70 prósenta lækkun á launum hans,“ segir í yfirlýsingu Eiríks. Samkvæmt þessu verða mánaðarlaun Jóns um 1,5 milljónir króna. Fréttablaðið óskaði í gær eftir nánari svörum frá félaginu um starfskjör framkvæmdastjórans. „Frá hvaða tímapunkti gilda þessi nýju launakjör? Fær forstjórinn aðrar greiðslur í tengslum við það að gefa eftir fyrri ráðningarsamning sinn við Stoðir?“ segir í fyrirspurn Fréttablaðsins sem Stoðir kusu að svara ekki. Eiríkur Elís Þorláksson Í yfirlýsingu Eiríks stjórnarformanns segir að ekki sé rétt að Stoðir séu í meirihlutaeigu ríkisfyrirtækja eins og sagt var í Fréttablaðinu. Þar kom fram að gamli Glitnir og Nýi Landsbankinn eigi samtals um 58 prósent í Stoðum. Voru félögin bæði tvö í fréttinni talin í eigu ríkisins. Hið rétta er hins vegar að gamli Glitnir er ekki í eigu ríkisins heldur tilheyrir hópi ótiltekinna kröfuhafa sem á eftir að skýrast hverjir eru. Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, segir helstu kröfuhafa vera erlenda banka. Ekki liggur á lausu hverjir eru hluthafar í Stoðum fyrir utan gamla Glitni og nýja Landsbankann. Júlíus Þorfinnsson, verkefnastjóri hjá félaginu, segir hluthafana á annað hundrað talsins, að mestu íslenskar og erlendar fjármálastofnanir og félög. „Stoðir eru ekki lengur með skráð hluta- eða skuldabréf í Kauphöll Íslands og nánari upplýsingar eru ekki veittar um hluthafalista félagsins, að minnsta kosti ekki að svo stöddu,“ segir Júlíus. gar@frettabladid.is
Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira