Sextán ára stúlka, sem var í hjólreiðaleiðangri ásamt fleiri ungmennum á hálendinu, slasaðist þegar hún datt á hjólinu síðdegis í gær. Hópurinn var þá norður af Tindfjallajökli. Kallað var á þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem sótti stúlkuna og flutti hana á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Hún reyndist axlarbrotin auk þess sem hún hlaut innvortis meiðsli.
Slasaðist í hjólreiðaleiðangri
