Innlent

Alþingi segir upp Morgunblaðinu

Breki Logason skrifar
ÞIngmenn þurfa nú að greiða sjálfir fyrir áskrift að Morgunblaðinu vilji þeir fá blaðið sent heim.
ÞIngmenn þurfa nú að greiða sjálfir fyrir áskrift að Morgunblaðinu vilji þeir fá blaðið sent heim.
Forsætisnefnd Alþingis ákvað á fundi sínum í fyrradag að hætta að greiða fyrir áskrift að Morgunblaðinu fyrir þingmenn. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir formaður nefndarinnar segir að þetta sé liður í hagræðingaraðgerðum þingsins og hafi ekkert með ráðningu Davíðs Oddssonar sem ritstjóra blaðsins að ræða. Áfram verður þó hægt að glugga í Moggann sem liggur niður í þingi.

„Þetta er liður í sparnaði hjá okkur. Morgunblaðið er orðið eina blaðið sem við höfum verið að borga fyrir og að okkar mati þá er þetta liðin tíð. Þingmenn hafa aðgang að fréttum á netinu og eru með netið í símanum og geta því leitað allra upplýsinga," segir Ásta sem ekki er með á hreinu hversu mörg blöð Alþingi keypti. Þingmennirnir eru allavega 63.

„Við kaupum samt áfram þau blöð sem liggja niður í þingi, það er Morgunblaðið og DV."

Ásta segir þessa ákvörðun ekkert hafa að gera með ráðningu Davíðs Oddssonar sem ritstjóra blaðsins enda hafi ákvörðunin verið tekin áður en þær fréttir bárust.

„Þetta var rætt fyrir nokkru síðan og ákveðið var að endurskoða þetta með haustinu nú þegar þrengir að í þinginu eins og annarsstaðar," segir Ásta en einhugur var í nefndinni um þessa ákvörðun.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.