Innlent

Papeyjarsmyglið: Óskað eftir áframhaldandi gæsluvarðhaldi

Meintir smyglarar handteknir.
Meintir smyglarar handteknir.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir fjórum mönnum sem voru handteknir vegna Papeyjarsmyglsins svokallaða. Þeir hafa allir verið í varðhaldi frá því snemma í apríl en það rennur út í dag.

Samkvæmt upplýsingum frá yfirmanni fíkniefnadeildar höfuðborgarsvæðisins þá er verið að vinna í því að fá áframhaldandi gæsluvarðhaldsúrskurði yfir þeim en ekki verður ljóst fyrr en síðdegis hvort það gangi eftir í öllum tilvikum.

Mennirnir eru grunaðir um aðild að innflutningi á yfir tvö hundruð kílóum af fíkniefnum til landsins. Efnin fluttu þeir til landsins með skútunni Sirtaki.

Þrír menn voru handteknir í skútunni og svo voru þrír menn teknir höndum á landi. Efnin fundust í bifreið sem einn mannanna ók.


Tengdar fréttir

Helmingur fíkniefnanna í Papeyjarmálinu var amfetamín

Rúmlega helmingur fíkniefnanna sem hald var lagt á í Papeyjarmálinu svokallaða í síðasta mánuði reyndist vera amfetamín, eða 55 kílógrömm. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Þar kemur jafnframt fram að mikið hafi verið af marijúana, eða 34 kílógrömm og hassi, eða 19,5 kílógrömm. E-töflurnar voru rúmlega 9.400 talsins.

Enn verið að yfirheyra smyglskútumennina

Yfirheyrslur standa ennþá yfir mönnunum sem handteknir voru í smyglskútumálinu svokallaða í síðasta mánuði. Gæsluvarðhald yfir sex mönnum sem handteknir voru vegna málsins rennur út í byrjun næstu viku,

Smyglskútumenn áfram í gæsuvarðhaldi

Gæsluvarðhald hefur verið framlengt yfir Rúnari Þór Róbertssyni, Árna Hrafni Ásbjörnssyni og hollenskum karlmanni sem handteknir voru á skútunni Sirtaki í síðasta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×