Lífið

Felipe Massa veðjar á orkudrykk Eiðs Smára

Íþróttahetjurnar Felipe Massa og Cristiano Ronaldo verða andlit Soccerade-drykksins. Fyrirtækið er að mestum hluta í eigu Íslendinga en meðal hluthafa er Eiður Smári Guðjohnsen, leikmaður Barcelona.
Íþróttahetjurnar Felipe Massa og Cristiano Ronaldo verða andlit Soccerade-drykksins. Fyrirtækið er að mestum hluta í eigu Íslendinga en meðal hluthafa er Eiður Smári Guðjohnsen, leikmaður Barcelona.

Drykkjavöruframleiðandinn Soccerade, sem er í meirihlutaeigu Íslendinga, hefur gert samning við ökuþórinn Felipe Massa um að vera andlit drykkjarins. Hann verður í góðum félagsskap.

Ívar Jósafatsson, framkvæmdastjóri Soccerade International, segir í samtali við Paddoctalk.com að þeir séu mjög ánægðir að hafa fengið Massa til liðs við fyrirtækið. Hann sé án nokkurs vafa einn fremsti íþróttamaður heims. „Jákvætt viðmót hans, hraði og ending er eitthvað sem fellur vel að vörumerki okkar,“ segir Ívar í samtali við síðuna.

Massa er kominn í hóp með ekki ómerkari manni en Cristiano Ronaldo, einum fremsta knattspyrnukappa heims og leikmanni Manchester United og portúgalska landsliðsins. Ronaldo hefur verið andlit íþróttadrykkjarins í tæpt ár en samningar þess efnis voru handsalaðir í Manchester í júlí. Massa, sem er brasilískur, er einn helsti ökuþór Ferrari. Hann var aðeins hársbreidd frá því að verða heimsmeistari ökuþóra í fyrra en varð að sjá á eftir titlinum í hendurnar á Lewis Hamilton í æsispennandi keppni á heimavelli sínum í Brasilíu.

Soccerade hyggst hasla sér völl víða um heim og er orkudrykkurin nú fáanlegur á Íslandi. Þá er gert ráð fyrir því að markaðssetja hann í Sviss, Austurríki og Bretlandi. Soccerade er að stærstum hluta í eigu Íslendinga en meðal hluthafa eru knattspyrnufeðgarnir Eiður Smári og Arnór Guðjohnsen.

freyrgigja@frettabladid.is

CARDIFF, WALES - FEBRARY 26: Cristiano Ronaldo of Manchester United celebrates scoring the third goal during the Carling Cup Final match between Manchester United and Wigan Athletic at The Millennium Stadium on February 26 2006 in Cardiff, Wales. (Photo by Matthew Peters/Manchester United via Getty Images) Christiano Ronaldo, Manchester United, Portúgal.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.