Innlent

Sigurjón stofnar nýtt fréttatímarit

Sigurjón M. Egilsson.
Sigurjón M. Egilsson.
Sigurjón M. Egilsson, blaðamaður, hefur ákveðið að stofna nýtt fréttatímarit sem verður alfarið óháð peningaöflum og stjórnmálum. Þegar eru komin loforð um hlutafé, að fram kemur á vefsíðu Sigurjóns.

,,Ég er sannfærður um að það er þörf á Mannlífi í þeim anda sem ég innleiddi á síðasta ári. Þess vegna ætla ég að fara af stað með fréttatímarit,  sem verður alfarið óháð peningaöflum og stjórnmálum," segir Sigurjóns.

Sigurjón hlaut nýverið verðlaun fyrir bestu rannsóknarblaðamennskuna árið 2008. Í umsögn dómnefndar var hann verðlaunaður fyrir vandaðar og ítarlegar greinar um ,,íslenskt efnahagsástand í Mannlífi, þar sem mál voru krufin með ítarlegri hætti en títt er í íslenskum fjölmiðlum. Samhliða stýrði Sigurjón útvarsþætti á Bylgjunni, þar sem íslensk þjóðmál voru í brennidepli."

Pistil Sigurjóns er hægt að lesa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×