Lífið

Einar opnar Officeraklúbbinn með látum

Stendur nú í ströngu við að opna stærsta skemmtistað landsins - 2000 fermetrum af fjöri.
Stendur nú í ströngu við að opna stærsta skemmtistað landsins - 2000 fermetrum af fjöri.

„Það er bara verið að opna stærsta skemmtistað landsins. Tvö þúsund fermetrar af fjöri,“ segir Einar Bárðarson umboðsmaður Íslands fjallbrattur.

Um næstu helgi opnar Officeraklúbburinn á gamla Beisnum og ekki vantar að öllu sé til tjaldað. Skítamórall hefur leikinn og svo taka Stuðmenn við boltanum. Herbert Guðmundsson verður sérlegur gestur sem og diskódúettinn Þú og ég eða þau Helga Möller og Jóhann Helgason. „Að ógleymdum þýska teknónasistanum og tjúttaranum Micka Frurry.

Hann flýgur alla leið frá Köln til að taka þátt í veislunni. Sko, þeir sem hafa séð Micka Frurry gleyma því ekki. Annaðhvort þurfa menn að láta skipta um hláturtaugar í sér eða þeir vita ekkert hvað er í gangi. Og enn er von á að dagskráin fitni. Ég er ekkert hættur að bóka,“ segir Einar.

Til stóð að opna klúbbinn um síðustu helgi en ekkert varð af því. Þess í stað verður opnað með látum þann 28. þessa mánaðar. „Það er rosalega mikið að pússa þarna. Þetta er stórt og glæsilegt hús og verið að gera þetta vel,“ segir Einar kominn í gamla haminn.

- jbg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.