Innlent

Brjóstamjólk er besta næringin fyrir ungbörn

Úr myndasafni.
Úr myndasafni.

Landlæknisembættið, Lýðheilsustöð og Miðstöð heilsuverndar barna leggja mikla áherslu á að brjóstamjólk sé besta næring fyrir ungbörn enda er talið að kostir móðurmjólkur sem helsta næring barna á fyrsta ári vegi miklum mun þyngra en gallar.

Nýverið birtust fréttir um að danskir vísindamenn, sem mælt hafa eiturefni í brjóstamjólk, teldu ekki ráðlegt að gefa börnum hana eftir fjögurra mánaða aldur. Þetta gengur þvert á ráðleggingar danskra heilbrigðisyfirvalda sem vísa þessu á bug, að fram kemur í frétt á vef Lýðheilsustöðvar.

„Rannsóknir hafa sýnt heilsufarslega jákvæð áhrif móðurmjólkur fyrir heilsu ungbarna og móður. Það á einnig við um brjóstagjöf eftir fjögurra mánaða aldur. Niðurstöður undanfarinna ára benda til þess að lengd brjóstagjafar hafi einnig áhrif á heilsu síðar, þ.e. á heilsufarsþætti meðal skólabarna og fullorðinna."

Frétt Lýðheilsustöðvar er hægt að lesa hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×