Innlent

Of miklar væntingar gerðar til ráðstefnunnar

Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, segir að of miklar væntingar hafi verið gerðar í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar Kaupmannahöfn. Hún segir niðurstöðuna vonbrigði en um leið ákveðið leiðarljós.

Ekki náðist lagalega skuldbindandi samkomulag um samdrátt í losun gróðurhúsaloftegunda á loftslagsráðstefnunni sem lýkur í dag. Lokayfirlýsing ráðstefnunnar sem undirrituð var í morgun þykir rýr enda kveður hún ekki á um hvernig koma eigi í veg fyrir frekari hlýnun jarðar.

Svandís segir að ekki hafi náðst samkomulag af þeim þunga sem hún telji að hefði verið best og farsælast. „Þetta samkomulag sem er núna í hendi er í þeim skilningi vonbrigði en um leið leiðarljós og rammi inni í áframhaldandi vinnu."

„Staðreyndin er sú að það hafa aldrei hafa verið eins margir þjóðarleiðtogar á sama stað til að fjalla um svo mikilvægt verkefni. Það er ljóst að leiðtogar heimsins eru sammála um það að þetta verkefni sé það mikilvægt að það þurfi að gefa því gaum, horfast í augu við það og freista þess að ná tökum á því," segir Svandís.


Tengdar fréttir

Mikil vonbrigði

Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir niðurstöðu loftslagsráðstefnunnar í Kaupmannahöfn mikil vonbrigði. Hann væntir þess að hægt verði að ná bindandi samkomulagi á næsta ári.

Ekki bindandi samkomulag

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, náði í gærkvöldi samningi við leiðtoga Kína, Indlands, Brasilíu og Suður-Afríku um tillögur og áherslur í loftslagsmálum. Samkvæmt því er stefnt að því að hitahækkun verði að jafnaði innan við 2 stig.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×