Enski boltinn

Robinson frá í fjórar vikur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Paul Robinson í leiknum um helgina.
Paul Robinson í leiknum um helgina. Nordic Photos / AFP

Paul Robinson verður frá næstu fjórar vikurnar þar sem hann meiddist á öxl í leik sinna manna í Blackburn gegn Hull um helgina.

Robinson var í byrjunarliði Blackburn en þurfti að fara af velli í hálfleik eftir samstuð við Michael Turner. Í ljós er komið að Robinson er með sködduð liðbönd í öxlinni.

Jason Brown tók stöðu Robinson í marki Blackburn í leiknum og verður væntanlega á milli stanganna á næstu vikum.

Þá hefur Blackburn einnig gripið til þess ráðs að fá Mark Bunn aftur til félagsins en hann hefur verið í láni hjá Leicester sem leikur í ensku C-deildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×