Lífið

Nú vilja allir Íslendingar elda sjálfir

Ekki hissa á aukinni eftirspurn Nanna Rögnvaldardóttir er þessa dagana að ljúka við matreiðslubók þar sem nýtnin er í hávegum höfð.
Ekki hissa á aukinni eftirspurn Nanna Rögnvaldardóttir er þessa dagana að ljúka við matreiðslubók þar sem nýtnin er í hávegum höfð.

„Já, þetta er merkilega mikið. Bara í janúar og til 12. febrúar eru seldar 2.383 matreiðslubækur. Af fimmtán mest seldu bókum almenna listans eru sex matreiðslubækur," segir Bryndís Loftsdóttir, vörustjóri íslenskra bóka hjá Pennanum. Sé samband milli sölu matreiðslubóka og hve miklum tíma þjóðin eyðir í eldhúsinu heima hjá sér virðist sem landinn dvelji þar bróðurpart úr degi þessar vikurnar. Annað en í góðærinu þegar margir vildu borða eins oft úti og hægt var. „Aukningin er 54 prósent, frá því í desember, í sölu á matreiðslubókum. Silfurskeiðin, bók Nönnu Rögnvaldardóttur, trónir efst og Eldað í dagsins önn eftir Stefaníu Valdísi Stefánsdóttur kemur sterk inn. Það er svo líka kannski að sýna þankaganginn sem er í gangi að bókin Lærum að baka brauð er í öðru sæti listans," segir Bryndís.

Nanna Rögnvaldardóttir segir að það komi sér ekki á óvart að matreiðslubækur seljist vel. „Fólk er auðvitað að leita að aðferðum til að spara og þá fer minna fyrir tilbúna matnum. Það vantar líka svolítið oft upp á kunnáttuna og fólk kvartar yfir því að kunna hreinlega ekki grunnaðferðirnar, jafnvel bara að sjóða egg. Þetta er verkkunnátta sem hefur svolítið tapast síðustu árin og kannski hefur heldur ekki verið jafnmikil þörf á að kunna þetta," segir Nanna en þessa dagana er hún að klára matreiðslubók sem byggist á uppskriftum sem hún eldar sjálf heima hjá sér ofan í nánustu fjölskyldu. „Þetta eru uppskriftir þar sem nýta má afganga og hreinlega það sem fellur til hverju sinni í ísskápnum." - jma






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.