Nú vilja allir Íslendingar elda sjálfir 16. febrúar 2009 03:15 Ekki hissa á aukinni eftirspurn Nanna Rögnvaldardóttir er þessa dagana að ljúka við matreiðslubók þar sem nýtnin er í hávegum höfð. „Já, þetta er merkilega mikið. Bara í janúar og til 12. febrúar eru seldar 2.383 matreiðslubækur. Af fimmtán mest seldu bókum almenna listans eru sex matreiðslubækur," segir Bryndís Loftsdóttir, vörustjóri íslenskra bóka hjá Pennanum. Sé samband milli sölu matreiðslubóka og hve miklum tíma þjóðin eyðir í eldhúsinu heima hjá sér virðist sem landinn dvelji þar bróðurpart úr degi þessar vikurnar. Annað en í góðærinu þegar margir vildu borða eins oft úti og hægt var. „Aukningin er 54 prósent, frá því í desember, í sölu á matreiðslubókum. Silfurskeiðin, bók Nönnu Rögnvaldardóttur, trónir efst og Eldað í dagsins önn eftir Stefaníu Valdísi Stefánsdóttur kemur sterk inn. Það er svo líka kannski að sýna þankaganginn sem er í gangi að bókin Lærum að baka brauð er í öðru sæti listans," segir Bryndís. Nanna Rögnvaldardóttir segir að það komi sér ekki á óvart að matreiðslubækur seljist vel. „Fólk er auðvitað að leita að aðferðum til að spara og þá fer minna fyrir tilbúna matnum. Það vantar líka svolítið oft upp á kunnáttuna og fólk kvartar yfir því að kunna hreinlega ekki grunnaðferðirnar, jafnvel bara að sjóða egg. Þetta er verkkunnátta sem hefur svolítið tapast síðustu árin og kannski hefur heldur ekki verið jafnmikil þörf á að kunna þetta," segir Nanna en þessa dagana er hún að klára matreiðslubók sem byggist á uppskriftum sem hún eldar sjálf heima hjá sér ofan í nánustu fjölskyldu. „Þetta eru uppskriftir þar sem nýta má afganga og hreinlega það sem fellur til hverju sinni í ísskápnum." - jma Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira
„Já, þetta er merkilega mikið. Bara í janúar og til 12. febrúar eru seldar 2.383 matreiðslubækur. Af fimmtán mest seldu bókum almenna listans eru sex matreiðslubækur," segir Bryndís Loftsdóttir, vörustjóri íslenskra bóka hjá Pennanum. Sé samband milli sölu matreiðslubóka og hve miklum tíma þjóðin eyðir í eldhúsinu heima hjá sér virðist sem landinn dvelji þar bróðurpart úr degi þessar vikurnar. Annað en í góðærinu þegar margir vildu borða eins oft úti og hægt var. „Aukningin er 54 prósent, frá því í desember, í sölu á matreiðslubókum. Silfurskeiðin, bók Nönnu Rögnvaldardóttur, trónir efst og Eldað í dagsins önn eftir Stefaníu Valdísi Stefánsdóttur kemur sterk inn. Það er svo líka kannski að sýna þankaganginn sem er í gangi að bókin Lærum að baka brauð er í öðru sæti listans," segir Bryndís. Nanna Rögnvaldardóttir segir að það komi sér ekki á óvart að matreiðslubækur seljist vel. „Fólk er auðvitað að leita að aðferðum til að spara og þá fer minna fyrir tilbúna matnum. Það vantar líka svolítið oft upp á kunnáttuna og fólk kvartar yfir því að kunna hreinlega ekki grunnaðferðirnar, jafnvel bara að sjóða egg. Þetta er verkkunnátta sem hefur svolítið tapast síðustu árin og kannski hefur heldur ekki verið jafnmikil þörf á að kunna þetta," segir Nanna en þessa dagana er hún að klára matreiðslubók sem byggist á uppskriftum sem hún eldar sjálf heima hjá sér ofan í nánustu fjölskyldu. „Þetta eru uppskriftir þar sem nýta má afganga og hreinlega það sem fellur til hverju sinni í ísskápnum." - jma
Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira