Innlent

300 lítrar af gambra í bruggverksmiðju uppi á Höfða

Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu lokaði bruggverksmiðju í Iðnaðarhúsnæði uppi á Stórhöfða seinni partinn í dag. Að sögn varðstjóra voru um 300 lítrar af gambra gerðir upptækir auk eimingartækja. Einn var handtekinn vegna málsins.

Sex lögreglumenn fóru í málið auk fjögurra norræna nema sem er í heimsókn hjá lögreglu.

Sá handtekni hefur áður komið við sögu lögreglu en hann hefur ekki verið yfirheyrður vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×