Enski boltinn

Arsenal búið að útvega Arshavin atvinnuleyfi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Andrei Arshavin í leik með rússneska landsliðinu.
Andrei Arshavin í leik með rússneska landsliðinu. Nordic Photos / AFP
Arsenal hefur þegar fengið atvinnuleyfi fyrir Andrei Arshavin í Englandi þó svo að félagið sé ekki búið að semja um kaupverð við rússneska félagið Zenit frá St. Pétursborg.

Félögin hafa verið að semja um kaupverð undanfarnar vikur en nýjustu fregnirnar af þessu máli virðast gefa til kynna að líklegra sé en ekki að Arshavin muni koma til Lundúna.

Arshavin var meðal bestu leikmanna Rússa á EM í fótbolta í sumar en hefur ítrekað vilja sinn að fara frá Zenit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×