Enski boltinn

Nolan búinn að semja við Newcastle

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kevin Nolan í leik með Bolton.
Kevin Nolan í leik með Bolton. Nordic Photos / Getty Images

Kevin Nolan hefur gengið frá félagaskiptum sínum til Newcastle frá Bolton. Hann skrifaði undir samning sem gildir til loka tímabilsins 2013.

Nolan gekkst í morgun undir læknisskoðun hjá Newcastle en kaupverðið nemur fjórum milljónum punda.

Hann á að fylla í skarð Joey Barton í liðinu en hann verður frá næstu tvo mánuðina eftir að hafa brotið bein í fæti.

„Þetta var tækifæri sem var ómögulegt að hafna," sagði Nolan í samtali við heimasíðu Newcastle.

Hann hefur komið við sögu í öllum 23 leikjum Bolton til þessa á leiktíðinni og hefur verið fyrirliði liðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×