Lífið

Rússnesk yngismær leitar af íslenskum rúgbý spilara

Júlía og huldumaðurinn. Hafi einhver upplýsingar um manninn er viðkomandi bent á að hafa samband við Olgu sem hefur netfangið olenka77@visir.is.
Júlía og huldumaðurinn. Hafi einhver upplýsingar um manninn er viðkomandi bent á að hafa samband við Olgu sem hefur netfangið olenka77@visir.is.
Rússnesk yngismær að nafni Júlía leitar af íslenskum rúgbý spilara sem hún hitti í Búlgaríu á seinasta ári. Júlía leitar af manninum með aðstoð vinsæls sjónvarpsþáttar á hinni ríkisreknu Stöð 1 í Rússlandi. Þátturinn gengur út á að finna ættingja og vini rússneskra sjónvarpsáhorfenda um allan heim.

Olga Dmitrieva sem búið hefur á Íslandi og starfar nú sem túlkur er fulltrúi sjónvarpsþáttarins hér á landi. Hún setti sig í samband við fréttastofu og bað um aðstoð við leitina.

„Þátturinn fjallar um leit af fólki um allan heim. Fólk er til dæmis að leita af ættingum sem þeir urðu viðskila við í seinni heimsstyrjöldinni," segir Olga.

Huldumaðurinn er 21 til 22 ára gamall og stundaði tækni- eða iðnám í haust. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Olga hefur dvaldi hann með íslensku ruðningsliði á hótelinu Golden Sands í bænum Varna til 1. september í fyrra.

„Ég þekki Júlíu auðvitað ekki neitt. Ég fékk bara þessa beiðni því drengurinn tengist Íslandi," segir Olga. Hún grunar að málið sé að rómantískum toga, alla vega hvað Júlíu varðar.

Þá segir Olga að finnist huldumaðurinn verði honum hugsanlega boðið til Rússlands í sjónvarpsþáttinn.

Hafi einhver upplýsingar um manninn er viðkomandi bent á að hafa samband við Olgu sem hefur netfangið olenka77@visir.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.