Enski boltinn

Tottenham vann Hull

Elvar Geir Magnússon skrifar
Aaron Lennon fagnar marki sínu.
Aaron Lennon fagnar marki sínu.

Tottenham fór upp í 14. sæti með því að vinna Hull 2-1 á útivelli í kvöld. Liðið er nú aðeins einu stigi á eftir Hull sem tapaði þarna enn einum heimaleiknum.

Aaron Lennon kom Tottenham yfir með marki eftir vel útfærða hornspyrnu á 17. mínútu. Tíu mínútum síðar jafnaði Michael Turner fyrir Hull eftir mistök hjá Carlo Cudicini, markverði Tottenham.

En sigurmarkið kom á 85. mínútu þegar Jonathan Woodgate stökk manna hæst og skoraði með skalla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×