Konan sem trylltist horfin - lýst eftir henni og einum Litháanna 15. október 2009 12:44 Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir litháískri konu sem grunur leikur á að sé fórnarlamb mansals. Konan ferðaðist hingað til lands undir nafninu Ieva Grisiúte en talið er að ferðaskilríkin sem hún framvísaði séu stolin. Konan kom hingað til lands með flugi síðastliðið föstudagskvöld og var flutt rænulítil á sjúkrahús eftir að hafa látið ófriðlega í flugvélinni síðasta hluta leiðarinnar. Hún dvaldi á sjúkrahúsi aðfararnótt laugardagsins en síðan hjá Lögreglunni á Suðurnesjum að eigin ósk. Hún sagðist ekki eiga í nein hús að venda og engan þekkja hér á landi. Hún gat litlar skýringar gefið á ferð sinni hingað til lands. Lögreglan varð vör við þrjá menn sem biðu eftir konunni og reyndu að ná sambandi við hana. Lögregla þekkti til mannanna sem allir eru Litháar og þekktir brotamenn. Konan sást síðast um kl. 23:30 á mánudagskvöld við verustað sinn í Reykjanesbæ. Hún er með axlasítt svart hár og talin hafa verið klædd í svarta hálfsíða hettuúlpu/kápu, svartar gallabuxur, ljósgula peysu og brúna skó þegar hún hvarf. Talið er að konunni kunni að vera hætta búin reynist grunur lögreglu um mansal réttur og því mjög brýnt að haft verði upp á henni. Jafnframt lýsir Lögreglan á Suðurnesjum eftir 35 ára gömlum Litháa, Vitalijus Gejer, sem talinn er tengjast málinu en hefur ekki fundist þrátt fyrir mikla eftirgrennslan lögreglu. Lögreglan á Suðurnesjum biður alla þá sem einhverjar upplýsingar geta gefið um konuna (Ievu Grisiúte) og Vitalijus Gejer að hafa samband við Lögregluna á Suðurnesjum, s. 420 1700, eða næstu lögreglustöð. Tengdar fréttir Trylltist í flugvél - átti að verða vændiskona á Íslandi Þrír karlmenn voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness í tengslum við meint mansalsmál. Upphaf þess má rekja til komu ungrar litháeskrar konu til landsins um síðustu helgi, en hana þurfti að binda niður í sæti flugvélar Iceland Express eftir að hún hafði veist að öðrum farþegum í vélinni. 15. október 2009 12:36 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Sjá meira
Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir litháískri konu sem grunur leikur á að sé fórnarlamb mansals. Konan ferðaðist hingað til lands undir nafninu Ieva Grisiúte en talið er að ferðaskilríkin sem hún framvísaði séu stolin. Konan kom hingað til lands með flugi síðastliðið föstudagskvöld og var flutt rænulítil á sjúkrahús eftir að hafa látið ófriðlega í flugvélinni síðasta hluta leiðarinnar. Hún dvaldi á sjúkrahúsi aðfararnótt laugardagsins en síðan hjá Lögreglunni á Suðurnesjum að eigin ósk. Hún sagðist ekki eiga í nein hús að venda og engan þekkja hér á landi. Hún gat litlar skýringar gefið á ferð sinni hingað til lands. Lögreglan varð vör við þrjá menn sem biðu eftir konunni og reyndu að ná sambandi við hana. Lögregla þekkti til mannanna sem allir eru Litháar og þekktir brotamenn. Konan sást síðast um kl. 23:30 á mánudagskvöld við verustað sinn í Reykjanesbæ. Hún er með axlasítt svart hár og talin hafa verið klædd í svarta hálfsíða hettuúlpu/kápu, svartar gallabuxur, ljósgula peysu og brúna skó þegar hún hvarf. Talið er að konunni kunni að vera hætta búin reynist grunur lögreglu um mansal réttur og því mjög brýnt að haft verði upp á henni. Jafnframt lýsir Lögreglan á Suðurnesjum eftir 35 ára gömlum Litháa, Vitalijus Gejer, sem talinn er tengjast málinu en hefur ekki fundist þrátt fyrir mikla eftirgrennslan lögreglu. Lögreglan á Suðurnesjum biður alla þá sem einhverjar upplýsingar geta gefið um konuna (Ievu Grisiúte) og Vitalijus Gejer að hafa samband við Lögregluna á Suðurnesjum, s. 420 1700, eða næstu lögreglustöð.
Tengdar fréttir Trylltist í flugvél - átti að verða vændiskona á Íslandi Þrír karlmenn voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness í tengslum við meint mansalsmál. Upphaf þess má rekja til komu ungrar litháeskrar konu til landsins um síðustu helgi, en hana þurfti að binda niður í sæti flugvélar Iceland Express eftir að hún hafði veist að öðrum farþegum í vélinni. 15. október 2009 12:36 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Sjá meira
Trylltist í flugvél - átti að verða vændiskona á Íslandi Þrír karlmenn voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness í tengslum við meint mansalsmál. Upphaf þess má rekja til komu ungrar litháeskrar konu til landsins um síðustu helgi, en hana þurfti að binda niður í sæti flugvélar Iceland Express eftir að hún hafði veist að öðrum farþegum í vélinni. 15. október 2009 12:36