Fótbolti

Miklar vangaveltur um markvarðastöðu Skota

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Glasgow skrifar
McGregor og félagar hans í skosku vörninni eftir að Hollendingar skoruðu eitt þriggja marka sinna um helgina.
McGregor og félagar hans í skosku vörninni eftir að Hollendingar skoruðu eitt þriggja marka sinna um helgina. Nordic Photos / Getty Images

Það eru ekki einungis vangaveltur um hver muni verja mark Íslands í leiknum gegn Skotum í Glasgow á morgun heldur eru heimamenn efins um að Allan McGregor sé tilbúinn í verkefnið.

McGregor fékk tækifærið í leik Hollands og Skotlands um helgina en fékk þrjú mörk á sig og hefur mátt þola gagnrýni fyrir frammistöðuna.

Craig Gordon sat á bekknum rétt eins og hann hefur mátt gera síðan að Ricky Sbragia tók við af Roy Keane hjá Sunderland.

McGregor mætti vígalegur á æfingu skoska landsliðsins í gærmorgun og var þá búinn að krúnuraka sig.

„Við munum skoða strákana á æfingum í dag og á morgun," sagði Terry Butcher, aðstoðarlandsliðsþjálfari Skota, í samtali við skoska fjölmiðla í gær. „Þjálfarinn hefur sínar skoðanir og við okkar. Við munum ræða þetta en þetta er undir þjálfaranum komið og við hinir verðum að bíða og sjá."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×