Fótbolti

Hermann: Hvað er að heyra í þér?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Glasgow skrifar
Það var létt stemning á blaðamannafundinum í kvöld.
Það var létt stemning á blaðamannafundinum í kvöld. mynd/Kenny Ramsay

Hermann Hreiðarsson skaut föstum skotum á Eggert Gunnþór Jónsson, liðsfélaga sinn í íslenska landsliðinu, á blaðamannafundi liðsins nú í kvöld.

Skoskir blaðamenn voru fjölmennir á fundinum þar sem þeir Hermann og Eggert voru meðal þeirra sem sátu fyrir svörum. Eins og við var búist var Eggert spurður um mikilvægi leiksins fyrir sig en hann leikur með Hearts í skosku úrvalsdeildinni.

„Ég þekki kannski betur til skoska landsliðsins en aðrir í liðinu en ég veit ekki hvort það geri það að verkum að ég er í betri stöðu en hinir,“ sagði Eggert með þykkum skoskum hreimi er hann svaraði spurningu skosks blaðamanns.

„Hvað er eiginlega að heyra þér, drengur?“ sagði Hermann þá á ástkæra ylhýra. „Þetta er hræðilegur hreimur hjá þér.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×