Innlent

Metaðsókn í laugarnar

Mest aðsókn var að Ásvallalaug fyrstu tvo mánuði ársins.
fréttablaðið/anton
Mest aðsókn var að Ásvallalaug fyrstu tvo mánuði ársins. fréttablaðið/anton

 Metaðsókn hefur verið í sundlaugar Hafnarfjarðarbæjar það sem af er árinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ.

Í tilkynningunni kemur fram að alls syntu 69.378 gestir í laugum bæjarins fyrstu tvo mánuði þessa árs, sem er 41.310 fleiri en stungu sér til sunds á sama tíma á síðasta ári. Í þeim aðsóknartölum eru ekki talin með skólabörn né sundfólk á vegum Sundfélags Hafnarfjarðar og Fjarðar.

Flestir gestir komu í hina nýju Ásvallalaug en fjölgun varð líka í Suðurbæjarlaug og Sundhöllinni við Herjólfsgötu.- kg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×