Innlent

Vatn flæddi um kjallara

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var tvívegis kallað út í gærkvöldi og í nótt vegna vatnsleka. Holræsi stíflaðist í Lálandi í Fossvogi sem varð þess valdandi að vatn flæddi inn í kjallara einbýlishúss.

Þónokkuð tjón varð af völdum vatnsins en slökkviliðsmenn voru rúma þrjá tíma að dæla vatninu. Þá sprakk heita vatnsrör í fjölbýlishúsi á Sléttuvegi og flæddi þar um kjallara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×