Lífið

Blúsgoðsögn væntanleg til landsins

Goðsögnin Pinetop Perkins mun spila á Blúshátíð í Reykjavík í næsta mánuði.
Goðsögnin Pinetop Perkins mun spila á Blúshátíð í Reykjavík í næsta mánuði.
Pinetop Perkins mun spila á Blúshátíð í Reykjavík í næsta mánuði. Hátíðin stendur frá 4. til 9. apríl og verður glæsilegri en nokkurn tíma áður, segir Halldór Bragason listrænn stjórnandi hátíðarinnar.

,,Kallinn er að koma og það verður margt í boði," segir Halldór og þá við Perkins sem hann segir að sé lifandi goðsögn. Perkins er einn af síðustu blúsmönnum fyrstu kynslóðar blúsmanna sem enn lifa og spila. Hann er 95 ára mun koma fram með Vinum Dóra.

Hátíðin hefst með Blúsdegi - Blús í miðborginni, laugardaginn 4. apríl. Klúbbur Blúshátíðar verður starfræktur frá klukkan 21 á Kaffi Rósenberg alla hátíðardagana. Miðsala hefst á morgun.

Hægt er að lesa nánar um hátíðina hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.