Innlent

Bíll valt á Reykjanesbraut

Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Myndin tengist ekki fréttinni beint.

Bíll valt á Reykjanesbraut rétt norðan við Bústaðaveg um sexleytið í morgun. Svo virðist sem nokkur ísing hafi myndast á veginum en síðustu daga hefur pollur myndast á þessum stað ökumönnum til nokkurs ama.

Ökumaðurinn sem var einn í jeppabifreið sinni missti stjórn á bílnum þegar hann fór út á ísinn með áðurgreindum afleiðingum. Maðurinn var fluttur á slysadeild en að sögn lögreglu eru meiðsli hans minni háttar.

Þá valt bíll í umdæmi Selfosslögreglunnar í gærkvöldi þegar maður missti stjórn á bíl sínum á Laugarvatnsvegi. Ökumaðurinn var fluttur til Reykjavíkur til aðhlynningar en meiðsli hans reyndust einnig minni háttar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×