Stjórnin fellur ef ekki næst samstaða um Icesave-málið 30. september 2009 06:00 Náist ekki samstaða um lyktir Icesave-málsins innan ríkisstjórnarflokkanna í vikunni er ríkisstjórnarsamstarfinu sjálfhætt. Þetta er mat Jóhönnu Sigurðardóttur, sem hefur misst alla þolinmæði vegna málsins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Jóhanna og aðrir stjórnarliðar telja sig ekki lengur geta treyst á stuðning neinna þingmanna stjórnarandstöðunnar í málinu og því þurfi stjórnarflokkarnir að hafa þingmeirihluta. Líf stjórnarinnar veltur því aftur á afstöðu Ögmundar Jónassonar og samherja hans innan Vinstri grænna, sem lýst hafa miklum efasemdum um málið, líkt og það gerði þegar málið kom til kasta Alþingis í sumar. Þingflokkar stjórnarflokkanna munu hittast á fundum í dag og freista þess að leysa málið í sátt. Þá gæti einnig komið til aukafundar í ríkisstjórn í dag. Eins og kunnugt er hafa Hollendingar og Bretar ekki getað fellt sig að fullu við þá fyrirvara sem Alþingi samþykkti við ríkisábyrgð vegna Icesave-lánsins í sumar. Þeir vilja meðal annars að ábyrgðin gildi lengur en til 2024, ólíkt því sem kveðið er á um í fyrirvörum Alþingis. Jóhanna sagði eftir ríkisstjórnarfund í gær að áður en ákveðið yrði hvort Icesave-samningarnir færu aftur fyrir Alþingi þyrfti að vera ljóst hvort ríkisstjórnin hefði meirihluta fyrir málinu í þinginu. Það yrði að fást á hreint í vikunni. Spurð hvort stjórnin mundi falla næðist ekki samstaða sagði hún að þá yrði að skoða stöðuna upp á nýtt. Ekki fór á milli mála að þar beindi hún spjótum sínum að Ögmundi og öðrum efasemdarmönnum um Icesave-málið innan VG. „Yfirlýsingar forsætisráðherra fara ekki framhjá mér," sagði Ögmundur Jónasson í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi. Hann vildi að öðru leyti lítið segja um málið, en tók þó fram að Icesave-málið væri enn óútkljáð og ljóst væri að það þyrfti að koma aftur fyrir þingið. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra mun hitta breska og hollenska kollega sína á ársfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Istanbúl eftir helgi. Þar mun hann reyna að ná endanlegri niðurstöðu í málið, líkast til í formi viðauka við samningana. Óformlegar viðræður um lausn málsins hafa staðið yfir við Hollendinga og Breta síðustu daga og vikur. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins liggur nú þegar nokkuð ljóst fyrir hversu langt þeir eru tilbúnir að teygja sig í átt að kröfum Alþingis. Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
Náist ekki samstaða um lyktir Icesave-málsins innan ríkisstjórnarflokkanna í vikunni er ríkisstjórnarsamstarfinu sjálfhætt. Þetta er mat Jóhönnu Sigurðardóttur, sem hefur misst alla þolinmæði vegna málsins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Jóhanna og aðrir stjórnarliðar telja sig ekki lengur geta treyst á stuðning neinna þingmanna stjórnarandstöðunnar í málinu og því þurfi stjórnarflokkarnir að hafa þingmeirihluta. Líf stjórnarinnar veltur því aftur á afstöðu Ögmundar Jónassonar og samherja hans innan Vinstri grænna, sem lýst hafa miklum efasemdum um málið, líkt og það gerði þegar málið kom til kasta Alþingis í sumar. Þingflokkar stjórnarflokkanna munu hittast á fundum í dag og freista þess að leysa málið í sátt. Þá gæti einnig komið til aukafundar í ríkisstjórn í dag. Eins og kunnugt er hafa Hollendingar og Bretar ekki getað fellt sig að fullu við þá fyrirvara sem Alþingi samþykkti við ríkisábyrgð vegna Icesave-lánsins í sumar. Þeir vilja meðal annars að ábyrgðin gildi lengur en til 2024, ólíkt því sem kveðið er á um í fyrirvörum Alþingis. Jóhanna sagði eftir ríkisstjórnarfund í gær að áður en ákveðið yrði hvort Icesave-samningarnir færu aftur fyrir Alþingi þyrfti að vera ljóst hvort ríkisstjórnin hefði meirihluta fyrir málinu í þinginu. Það yrði að fást á hreint í vikunni. Spurð hvort stjórnin mundi falla næðist ekki samstaða sagði hún að þá yrði að skoða stöðuna upp á nýtt. Ekki fór á milli mála að þar beindi hún spjótum sínum að Ögmundi og öðrum efasemdarmönnum um Icesave-málið innan VG. „Yfirlýsingar forsætisráðherra fara ekki framhjá mér," sagði Ögmundur Jónasson í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi. Hann vildi að öðru leyti lítið segja um málið, en tók þó fram að Icesave-málið væri enn óútkljáð og ljóst væri að það þyrfti að koma aftur fyrir þingið. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra mun hitta breska og hollenska kollega sína á ársfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Istanbúl eftir helgi. Þar mun hann reyna að ná endanlegri niðurstöðu í málið, líkast til í formi viðauka við samningana. Óformlegar viðræður um lausn málsins hafa staðið yfir við Hollendinga og Breta síðustu daga og vikur. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins liggur nú þegar nokkuð ljóst fyrir hversu langt þeir eru tilbúnir að teygja sig í átt að kröfum Alþingis.
Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira