Innlent

Bessastaðir í biðstöðu hjá Jóhönnu

Líf ríkisstjórnarinnar hangir á bláþræði og stendur og fellur með því hvort að þingflokkur VG samþykkir að fylkja sér að baki nýrrar breytingatillögu Icesave sem ríkisstjórnin hyggst leggja fram á næstu dögum. Fáist ekki stuðningur herma heimildir fréttastofu að Jóhanna Sigurðardóttir muni ganga á fund forseta Íslands og krefjast lausnar.

Jóhanna og Ögmundur Jónasson áttu fund í dag og samkvæmt heimildum fréttastofu tjáði hún honum að ríkisstjórnin þyrfti að fara til þings með Icesavemálið örugg um að allir styddu það. Á fundinum gekk hún eftir því hvort að hann gæti staðið með ríkisstjórninni að afgreiðslu málsins. Eftir það baðst Ögmundur lausnar sem heilbrigðisráðherra.

Þingflokkur VG mun funda nú klukkan tvö á nefndarsviði Alþingis. Þar kemur í ljós hvort þingflokksformaður VG, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir,geti tjáð formanni sínum og forsætisráðherra hvort þingflokkurinn standi heill og óskiptur að baki ríkisstjórninni í þessu máli. Ef það gerist ekki herma heimildir fréttastofu að Jóhanna muni fara til Bessastaða og biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×