Innlent

Ekið út af og á fé

Erlendur ferðamaður missti stjórn á bifreið á Rauðasandsvegi milli Patreksfjarðar og Rauðasands í síðustu viku samkvæmt lögreglunni á Vestfjörðum. Maðurinn missti stjórn á bifreiðinni í lausamöl og hafnaði utan vegar.

Ferðamaðurinn slapp ómeiddur en bifreiðin skemmdist nokkuð.

Þá varð umferðaróhapp við gatnamótin þar sem ekið er upp á nýjan veg um Arnkötludal. Þar var annar ökumaður sem missti stjórn á bifreið sinni sem hafnaði utan vegar.

Lögreglan á Vestfjörðum biður ökumenn að gæta varúðar þar sem akstursskilyrði fara mjög versnandi á þessum árstíma.

Þá er nokkuð um að ekið hafi verið á búfé í umdæminu lögreglunnar á Vestfjörðum. Lögreglan biður ökumenn um að gæta varúðar þar sem fjárrekstrar eru og fé að koma af fjalli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×