Trukk sett í sameiningu sveitarfélaga 30. september 2009 04:30 Kristján Möller og Halldór Halldórsson stefna að fækkun sveitarfélaga með sameiningum. Tillögur þar um eiga að liggja fyrir á nýju ári. fréttablaðið/pjetur Kristján Möller, ráðherra sveitarstjórnarmála, og Halldór Halldórsson, formaður Sambands sveitarfélaga, hafa ákveðið að hefja vinnu við mótun tillagna um leiðir til frekari sameiningar sveitarfélaga. Er það liður í átaki til eflingar sveitarstjórnarstigsins.Undirrituðu þeir samkomulag þess efnis í gær. Í ákvörðuninni felst að skipa fjögurra manna nefnd til að ræða og meta sameiningarkosti í hverjum landshluta. Á hún að kynna sér stöðumála í einstökum landshlutum og viðhorf sveitarstjórnarmanna og almennings til sameiningar. Að því búnu á hún að leggja drög að tillögum um sameiningarkosti í hverjum landshluta fyrir sig. Stefnt er að því að nefndin ljúki tillögugerð sinni á næsta ári og hún lögð fyrir landsþing eða aukalandsþing Sambands sveitarfélaga. Með samkomulaginu er farið bil beggja. Kristján Möller hefur lýst þeim vilja sínum að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga verði þúsund en hann er nú bundinn við 50 manns. Samband sveitarfélaga hefur lagst gegn lögþvinguðum sameiningum. Sveitarfélögin eru í dag 77 og hefur þeim fækkað mikið síðari ár. Fyrir fimmtán árum voru þau 171. Í44 sveitarfélögum eru íbúar undir þúsund. Í sex sveitarfélögum eru íbúarnir yfir tíu þúsund. Könnun sem gerð var meðal sveitarstjórnarmanna leiðir í ljós að meirihluti er fyrir því að lögbundinn lágmarksfjöldi íbúa verði þúsund. 63 prósent svöruðu spurningu þar að lútandi játandi. Nei sögðu 36 prósent. Fylgjendum fjölgar eftir því sem þeir koma úr fjölmennari sveitarfélögum. Í flokki fámennustu sveitarfélaganna – með íbúum undir 500 – er hið öndverða uppi á teningnum, í honum er meirihlutinn andvígur hækkun lágmarksins. Við undirritun samkomulagsins rómaði Kristján Möller ákvörðun sveitarstjórnarmanna á Austurlandi frá því á laugardag þess efnis að kanna möguleika á sameiningu allra níu sveitarfélaga fjórðungsins í eitt. Lýsti hann jafnframt ánægju með hliðstæða ákvörðun sveitarstjórnarmanna á Vestfjörðum. Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Kristján Möller, ráðherra sveitarstjórnarmála, og Halldór Halldórsson, formaður Sambands sveitarfélaga, hafa ákveðið að hefja vinnu við mótun tillagna um leiðir til frekari sameiningar sveitarfélaga. Er það liður í átaki til eflingar sveitarstjórnarstigsins.Undirrituðu þeir samkomulag þess efnis í gær. Í ákvörðuninni felst að skipa fjögurra manna nefnd til að ræða og meta sameiningarkosti í hverjum landshluta. Á hún að kynna sér stöðumála í einstökum landshlutum og viðhorf sveitarstjórnarmanna og almennings til sameiningar. Að því búnu á hún að leggja drög að tillögum um sameiningarkosti í hverjum landshluta fyrir sig. Stefnt er að því að nefndin ljúki tillögugerð sinni á næsta ári og hún lögð fyrir landsþing eða aukalandsþing Sambands sveitarfélaga. Með samkomulaginu er farið bil beggja. Kristján Möller hefur lýst þeim vilja sínum að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga verði þúsund en hann er nú bundinn við 50 manns. Samband sveitarfélaga hefur lagst gegn lögþvinguðum sameiningum. Sveitarfélögin eru í dag 77 og hefur þeim fækkað mikið síðari ár. Fyrir fimmtán árum voru þau 171. Í44 sveitarfélögum eru íbúar undir þúsund. Í sex sveitarfélögum eru íbúarnir yfir tíu þúsund. Könnun sem gerð var meðal sveitarstjórnarmanna leiðir í ljós að meirihluti er fyrir því að lögbundinn lágmarksfjöldi íbúa verði þúsund. 63 prósent svöruðu spurningu þar að lútandi játandi. Nei sögðu 36 prósent. Fylgjendum fjölgar eftir því sem þeir koma úr fjölmennari sveitarfélögum. Í flokki fámennustu sveitarfélaganna – með íbúum undir 500 – er hið öndverða uppi á teningnum, í honum er meirihlutinn andvígur hækkun lágmarksins. Við undirritun samkomulagsins rómaði Kristján Möller ákvörðun sveitarstjórnarmanna á Austurlandi frá því á laugardag þess efnis að kanna möguleika á sameiningu allra níu sveitarfélaga fjórðungsins í eitt. Lýsti hann jafnframt ánægju með hliðstæða ákvörðun sveitarstjórnarmanna á Vestfjörðum.
Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira