Innlent

Byko á Akranesi lokað - öllum sagt upp

Sigurður Egill Ragnarsson forstjóri Byko segir að ákveðið hafi verið að loka verslun fyrirtækisins á Akranesi en öllum starfsmönnum verslunarinnar var sagt upp í gærkvöldi. Versluninni verður lokað í lok næsta mánaðar en gripið er til aðgerðarinnar vegna mikils samdráttar í byggingariðnaði.

„Það þarf enginn að segja neinum neitt varðandi samdrátt í byggingariðnaði á Íslandi og það hefur orðið mikill samdráttur uppi á skaga," segir Sigurður en sjö fastráðnum starfsmönnum og þremur í hlutastarfi var sagt upp í gær.

Sigurður segir að fyrirtækið muni eftir fremsta megni reyna að tryggja þessu fólki vinnu annarsstðar í fyrirtækinu sé það kostur. Hann segir fleiri aðgerðir sem þessar ekki liggja fyrir en BYKO rekur alls átta verslanir á landinu.

„Þessi ákvörðun var ekki tekin í gær en við höfum verið að skoða hvað við getum gert til þess að hagræða í rekstri hjá okkur undanfarið, því miður var þetta niðurstaðan hvað varðar Akranes."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×