Innlent

Birgitta Jónsdóttir: Virðingavert að fara ekki gegn samvisku sinni

Birgitta Jónsdóttir.
Birgitta Jónsdóttir.

„Það er virðingavert að hann láti ekki beygja sig til þess að fara gegn samvisku sinni," segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, um afsögn Ögmundar Jónassonar sem heilbrigðisráðherra.

Hún segir að Ögmundur hafi lagt hart að sér að tala máli þeirra sem eru andvígir Icesave á þinginu og það sé virðingavert.

„En ég fagna fá hann í þingmannaliðið og virði ákvörðun hans," segir Birgitta en sjálf telur hún að nú sé kominn tími til þess að koma á þjóðstjórn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×