Þarf að breyta viðhorfi til stjórnsýslunnar 9. nóvember 2009 20:06 Ragnhildur Arnljótsdóttir ráðuneytisstjóri segir nauðsynlegt að breyta viðhorfi til stjórnsýslunnar. Mynd/ Anton Brink. Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, segir að stjórnsýslan þurfi að breyta því viðhorfi sem fram kemur í könnun Háskólans á Bifröst. Könnunin, sem kynnt var í dag, leiddi í ljós að 67% aðspurðra telja að spilling í íslenskri stjórnsýslu sé mikil eða mjög mikil. Ragnhildur segir að afar mikilvægt sé að almenningur beri traust til stjórnsýslunnar sem eigi fyrst og fremst að þjóna almenningi frá morgni til kvölds. Það eigi að vera stöðugt verkefni stjórnsýslunnar að þróa hana og breyta skipulagi hennar með það að markmiði að gera hana gagnsærri og skilvirkari. Ragnhildur segir að þegar sé unnið að ýmsum verkefnum í þessu efni. Ragnhildur segir að verið sé að ganga frá skipun nefndar sem eigi að endurskoða lög um Stjórnarráðið og þá meðal annars ráðningar pólitískra aðstoðarmanna og vinnubrögð ríkisstjórnarinnar. Þá renni í dag út frestur almennings til þess að veita umsögn um drög að siðareglum fyrir ráðherra og alla starfsmenn stjórnsýslunnar sem síðan verði lagðar fyrir Alþingi í tengslum við breytingar á lögum um Stjórnarráð Íslands. Jafnframt sé verið að endurskoða upplýsingalögin meðal annars með það að markmiði að auka aðgang fjölmiðla og almennings að gögnum innan stjórnsýslunnar og Ragnhildur segist sjá fyrir sér að í framtíðinni verði málaskrá Stjórnarráðsins jafnvel meira og minna opin fyrir almenningi þannig að fólk geti kynnt sér hvernig stjórnsýslan vinnur og að hvaða málum starfsmenn hennar sé að vinna hverju sinni. Þá segist Ragnhildur líka vilja sjá að vinnubrögð innan Stjórnarráðsins og stjórnsýslunnar verði kynnt almenningi mun betur en gert hefur verið og það megi m.a. gera með því að móta fræðslu fyrir börn og unglinga og raunar fólk á öllum aldri. Sóknarfærin sé mörg og þau eigi að nýta af fullum krafti og af fagmennsku þannig að almenningur sjái með eigin augum hvernig stjórnsýslan vinnur frá degi til dags. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira
Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, segir að stjórnsýslan þurfi að breyta því viðhorfi sem fram kemur í könnun Háskólans á Bifröst. Könnunin, sem kynnt var í dag, leiddi í ljós að 67% aðspurðra telja að spilling í íslenskri stjórnsýslu sé mikil eða mjög mikil. Ragnhildur segir að afar mikilvægt sé að almenningur beri traust til stjórnsýslunnar sem eigi fyrst og fremst að þjóna almenningi frá morgni til kvölds. Það eigi að vera stöðugt verkefni stjórnsýslunnar að þróa hana og breyta skipulagi hennar með það að markmiði að gera hana gagnsærri og skilvirkari. Ragnhildur segir að þegar sé unnið að ýmsum verkefnum í þessu efni. Ragnhildur segir að verið sé að ganga frá skipun nefndar sem eigi að endurskoða lög um Stjórnarráðið og þá meðal annars ráðningar pólitískra aðstoðarmanna og vinnubrögð ríkisstjórnarinnar. Þá renni í dag út frestur almennings til þess að veita umsögn um drög að siðareglum fyrir ráðherra og alla starfsmenn stjórnsýslunnar sem síðan verði lagðar fyrir Alþingi í tengslum við breytingar á lögum um Stjórnarráð Íslands. Jafnframt sé verið að endurskoða upplýsingalögin meðal annars með það að markmiði að auka aðgang fjölmiðla og almennings að gögnum innan stjórnsýslunnar og Ragnhildur segist sjá fyrir sér að í framtíðinni verði málaskrá Stjórnarráðsins jafnvel meira og minna opin fyrir almenningi þannig að fólk geti kynnt sér hvernig stjórnsýslan vinnur og að hvaða málum starfsmenn hennar sé að vinna hverju sinni. Þá segist Ragnhildur líka vilja sjá að vinnubrögð innan Stjórnarráðsins og stjórnsýslunnar verði kynnt almenningi mun betur en gert hefur verið og það megi m.a. gera með því að móta fræðslu fyrir börn og unglinga og raunar fólk á öllum aldri. Sóknarfærin sé mörg og þau eigi að nýta af fullum krafti og af fagmennsku þannig að almenningur sjái með eigin augum hvernig stjórnsýslan vinnur frá degi til dags.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira