Innlent

Ræningja enn leitað

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn manns, sem framdi vopnað rán í söluturni í Seljahverfi í Reykjavík um klukkan hálfníu í gærkvöldi. Hann ógnaði afgreiðslustúlku með hnífi og komst undan með nokkra fjármuni, en vann stúlkunni ekki mein. Eftirlitsmyndavélar voru ekki í gangi, þar sem gleymst hafði að endurræsa þær eftir að rafmagn fór af söluturninum fyrir þremur dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×