Enski boltinn

Keane fær fyrirliðabandið

Elvar Geir Magnússon skrifar
Keane með bandið.
Keane með bandið.

Harry Redknapp hefur ákveðið að láta fyrirliðaband Tottenham á hönd Robbie Keane. Varnarmaðurinn Ledley King verður áfram aðalfyrirliði en Keane mun verða leiðtogi liðsins meðan hann er meddur.

Keane gekk til liðs við Tottenham á ný á mánudag eftir hálfs árs dvöl í herbúðum Liverpool.

Redknapp segir að Keane sé mikill leiðtogi og frábær karakter. „Hann leggur sig alltaf allan fram þegar hann spilar og hefur mikla virðingu í leikmannahópnum," sagði Redknapp. „Ledley verður áfram fyrirliði félagsins en vegna meiðsla getur hann ekki spilað í hverri viku, Robbie verður því sérstakur liðs-fyrirliði."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×