Vitni að ákeyrslu: Hummerinn hægði aldrei á sér Valur Grettisson skrifar 3. febrúar 2009 13:15 Vitni segir Hummer sem ók á ungan mann á Laugaveginum aldrei hafa hægt á sér. Mynd tengist ekki fréttinni beint. „Þetta var bara hræðilegt, ótrúlega ljótt," segir vitni sem sá þegar Hummer-bifreið ók á mann á þrítugsaldri fyrir tveimur helgum. Atvikið átti sér stað á Laugaveginum um klukkan hálf fjögur um nóttina. Ökumaður bílsins flúði af vettvangi eftir að hafa ekið manninn niður. Vitnið segir Hummerinn hafa verið stóran en honum fannst hann hafa verið á óvanalega mikilli ferð á leiðinni niður götuna. Hummerinn hægði aldrei á ferðinni eftir að hafa ekið á manninn. „Ég var að ganga niður Laugaveginn þegar ég sá bílinn koma á talsverðri ferð niður götuna. Síðan heyri ég bara skellinn og sé þá manninn liggja á götunni," segir vitnið sem er dauðbrugðið eftir atvikið. Hann segist hafa hlaupið að slysstaðnum þar sem maðurinn lá. Hann sá þrjá menn stumra yfir honum en þeir reyndust félagar mannsins. „Ég hringdi þá strax í 112," segir vitnið og segir aðspurður að lögreglan og sjúkrabíll hafi verið fljót á vettvang. Maðurinn var kominn í sjúkrabílinn og lagður af stað upp á spítala á innan við fimmtán mínútum. Spurður segir vitnið að hann hafi ekki séð inn um bílgluggann, en það hafi ekki verið flókið að lýsa bílnum, „Þetta var stór Hummer, en ég held að einhverjir aðrir hafi séð númerið," segir hann. Að sögn vitnisins hægði ökumaður jeppans aldrei á sér eftir að hafa ekið piltinn niður, heldur hafi hann gefið í og beygt út fyrstu hliðargötuna sem varð á vegi á hans. „Aðkoman var mjög ljót. Þetta er bara rosalega sorglegt," segir vitnið sem er talsvert brugðið eftir að hafa orðið vitni af atburðinum. Lögreglan fann ökumann bifreiðarinnar daginn eftir með hjálp sjónarvotta. Maður á þrítugsaldri var handtekinn í kjölfarið og játaði hann að hafa verið undir stýri. Manninum sem ekið var á er enn haldið sofandi á gjörgæslu og er í lífshættu. Þegar haft var samband við lögregluna fengust þau svör að rannsókn miði vel. Aðspurður hvort hann hafi fengið áfallahjálp eftir að hafa komið að slysstað svarar vitnið: „Ég fékk ekki aðstoð en miðað við aðstæður þá kæmi mér ekki á óvart að fólk leitaði sér aðstoðar eftir að hafa orðið vitni af þessu." Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
„Þetta var bara hræðilegt, ótrúlega ljótt," segir vitni sem sá þegar Hummer-bifreið ók á mann á þrítugsaldri fyrir tveimur helgum. Atvikið átti sér stað á Laugaveginum um klukkan hálf fjögur um nóttina. Ökumaður bílsins flúði af vettvangi eftir að hafa ekið manninn niður. Vitnið segir Hummerinn hafa verið stóran en honum fannst hann hafa verið á óvanalega mikilli ferð á leiðinni niður götuna. Hummerinn hægði aldrei á ferðinni eftir að hafa ekið á manninn. „Ég var að ganga niður Laugaveginn þegar ég sá bílinn koma á talsverðri ferð niður götuna. Síðan heyri ég bara skellinn og sé þá manninn liggja á götunni," segir vitnið sem er dauðbrugðið eftir atvikið. Hann segist hafa hlaupið að slysstaðnum þar sem maðurinn lá. Hann sá þrjá menn stumra yfir honum en þeir reyndust félagar mannsins. „Ég hringdi þá strax í 112," segir vitnið og segir aðspurður að lögreglan og sjúkrabíll hafi verið fljót á vettvang. Maðurinn var kominn í sjúkrabílinn og lagður af stað upp á spítala á innan við fimmtán mínútum. Spurður segir vitnið að hann hafi ekki séð inn um bílgluggann, en það hafi ekki verið flókið að lýsa bílnum, „Þetta var stór Hummer, en ég held að einhverjir aðrir hafi séð númerið," segir hann. Að sögn vitnisins hægði ökumaður jeppans aldrei á sér eftir að hafa ekið piltinn niður, heldur hafi hann gefið í og beygt út fyrstu hliðargötuna sem varð á vegi á hans. „Aðkoman var mjög ljót. Þetta er bara rosalega sorglegt," segir vitnið sem er talsvert brugðið eftir að hafa orðið vitni af atburðinum. Lögreglan fann ökumann bifreiðarinnar daginn eftir með hjálp sjónarvotta. Maður á þrítugsaldri var handtekinn í kjölfarið og játaði hann að hafa verið undir stýri. Manninum sem ekið var á er enn haldið sofandi á gjörgæslu og er í lífshættu. Þegar haft var samband við lögregluna fengust þau svör að rannsókn miði vel. Aðspurður hvort hann hafi fengið áfallahjálp eftir að hafa komið að slysstað svarar vitnið: „Ég fékk ekki aðstoð en miðað við aðstæður þá kæmi mér ekki á óvart að fólk leitaði sér aðstoðar eftir að hafa orðið vitni af þessu."
Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira