Fótbolti

Monaco vann án Eiðs Smára

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Leikmenn Monaco fagna marki.
Leikmenn Monaco fagna marki.

Franska félagið AS Monaco komst aftur á sigurbraut í kvöld er liðið tók á móti Stade Rennes. Monaco vann leikinn, 1-0.

Eiður Smári Guðjohnsen var ekki valinn í leikmannahóp Monaco í kvöld en hann hefur engan veginn fundið sig í búningi liðsins.

Liðinu virðist ganga betur án hans eins og úrslit vetrarins bera með sér.

Monaco komst upp í 11. sæti deildarinnar með sigrinum. Liðið er tólf stigum á eftir toppliði Bordeaux.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×