Innlent

Endaði næstum í andarpollinum

Ökumaður á Akureyri varð fyrir óhappi í nótt þegar hann missti stjórn á bifreið sinni. Að sögn lögreglu var hann á litlum hraða þegar hann missti vald á bílnum og endaði á tré rétt við hinn margfræga andarpoll í bænum. Ökumaðurinn slapp við meiðsli en snjór liggur yfir öllu og því nokkur hálka í bænum. Annars var nóttin róleg að sögn lögreglu fyrir utan smá pústra í miðbænum í nótt.

Af öðrum lögregluembættum er lítið að frétta og virðist sem nóttin hafi verið róleg um allt land.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×