Erlent

Talið að Danir framleiði kannabis fyrir markaði í Mið-Evrópu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kannabisverksmiðjum hefur verið lokað í Danmörku líkt og á Íslandi.
Kannabisverksmiðjum hefur verið lokað í Danmörku líkt og á Íslandi.
Lögreglan í Danmörku hefur lokað fjölda kannabisverksmiðja þar í landi á undanförnum misserum. Lögreglumenn telja að þeir sem eigi húsnæðin sem verksmiðjurnar hafa verið starfræktar í geti varla haft burði til þess að vera helsti bakhjarl þeirra.

Lögreglan í Danmörku starfar því í alþjóðlegri samvinnu til þess að finna útlendinga sem gætu hafa staðið að baki verksmiðjunum. Í fyrra var 30 kannabisverksmiðjum lokað. Lögreglan í Danmörku telur að kannabisefnið sé ekki framleitt fyrir danska markaðinn heldur Mið-Evrópu. Margir þeirra sem handteknir hafa verið eru víetnamskir en lögreglan telur að þeir tilheyri smáfiskunum. Stórlaxarnir gangi enn lausir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×