Erlent

Stúlka sem lifði flugslysið af komin heim

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Stúlkan, Bahia Basari, ásamt föður sínum.
Stúlkan, Bahia Basari, ásamt föður sínum. MYND/AFP/Getty Images

Þrettán ára gömul frönsk stúlka, sem komst ein lífs af þegar flugvél jemenska flugfélagsins Yemenia fórst í Indlandshafi fyrr í vikunni, er komin heim til Marseille í Frakklandi þar sem hún býr. Hún mun dvelja á sjúkrahúsi næstu daga á meðan hún jafnar sig en auk skurða í andliti hlaut hún brákað viðbein í slysinu. Móðir stúlkunnar var með henni í fluginu og lést hún en faðir hennar og fleiri úr fjölskyldunni dvöldu með henni á sjúkrahúsinu í gær og ræddu við franska fjölmiðla.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×