Græn orka gæti bjargað Íslandi Gunnar Örn Jónsson skrifar 3. júlí 2009 16:41 Friðrik Hansen, verkfræðingur. „Menn eru farnir að borga aukalega fyrir grænt rafmagn. Það er skortur á grænni orku austan og vestanhafs þannig að það er mikill möguleiki fyrir okkur Íslendinga að nýta auðlindir okkar til útflutnings," segir Friðrik Hansen Guðmundsson, verkfræðingur, í viðtali við Vísi en hann telur að ríkið geti haft umtalsverðar tekjur af sölu á rafmagni í samstarfi við einkaaðila í gegnum sæstreng. Hann telur að Íslendingar eigi að semja við Breta og Hollendinga um sölu á raforku. „Ef þeir vilja að við samþykkjum þennan Icesave samning sem nú liggur fyrir Alþingi, þá legg ég til að þeir láni okkur 500 milljarða króna til að setja upp vindmyllugarða, sólarpanelekrur, vatnsaflsvirkjanir, jarðhitavirkjanir og gufuaflsvirkjanir. Ásamt því verði lagðir tveir 500 MW sæstrengir, annar til Hollands og hinn til Skotlands. Ef þeir vilja ekki lána okkur fyrir þessum framkvæmdum þá munum við ekki borga af Icesave láninu þar sem við höfum hreinlega ekki fjármagn til þess. Það verða að koma nýjar fjárfestingar inn í landið sem skapa tækifæri til að nýta náttúruauðlindir okkar ef við eigum að geta borgað af láninu," segir Friðrik. Hann telur að sala rafmagns í gegnum sæstreng sé örugg, einföld og fljótleg leið sem myndi hafa það í för með sér að afborganir af Icesave láninu myndu ekki íþyngja almenningi á Íslandi. Þvert á móti yrði Icesave okkur happadráttur, ef þessi leið yrði farin. „Orkan sem tapast í gegnum sæstrenginn er miklu minni en hingað til hefur verið áætlað. Nú er gert ráð fyrir því að um 10% orkunnar tapist á leið sinni yfir hafið. Síðan væri hægt að semja við Breta og Hollendinga um að ríkið fengi einhvern hundraðshluta af endanlegu söluverði rafmagnsins erlendis," segir Friðrik og bendir á að líftími umræddra sæstrengja sé í kringum 20 ár. Friðrik átti fund með Steingrími J. Sigfússyni, fjármálaráðherra, varðandi málið og var fjármálaráðherrann afar jákvæður. Sagðist hann ætla að skoða málið frekar að sögn Friðriks. Skrif Friðriks um málið má nálgast hér. Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Sjá meira
„Menn eru farnir að borga aukalega fyrir grænt rafmagn. Það er skortur á grænni orku austan og vestanhafs þannig að það er mikill möguleiki fyrir okkur Íslendinga að nýta auðlindir okkar til útflutnings," segir Friðrik Hansen Guðmundsson, verkfræðingur, í viðtali við Vísi en hann telur að ríkið geti haft umtalsverðar tekjur af sölu á rafmagni í samstarfi við einkaaðila í gegnum sæstreng. Hann telur að Íslendingar eigi að semja við Breta og Hollendinga um sölu á raforku. „Ef þeir vilja að við samþykkjum þennan Icesave samning sem nú liggur fyrir Alþingi, þá legg ég til að þeir láni okkur 500 milljarða króna til að setja upp vindmyllugarða, sólarpanelekrur, vatnsaflsvirkjanir, jarðhitavirkjanir og gufuaflsvirkjanir. Ásamt því verði lagðir tveir 500 MW sæstrengir, annar til Hollands og hinn til Skotlands. Ef þeir vilja ekki lána okkur fyrir þessum framkvæmdum þá munum við ekki borga af Icesave láninu þar sem við höfum hreinlega ekki fjármagn til þess. Það verða að koma nýjar fjárfestingar inn í landið sem skapa tækifæri til að nýta náttúruauðlindir okkar ef við eigum að geta borgað af láninu," segir Friðrik. Hann telur að sala rafmagns í gegnum sæstreng sé örugg, einföld og fljótleg leið sem myndi hafa það í för með sér að afborganir af Icesave láninu myndu ekki íþyngja almenningi á Íslandi. Þvert á móti yrði Icesave okkur happadráttur, ef þessi leið yrði farin. „Orkan sem tapast í gegnum sæstrenginn er miklu minni en hingað til hefur verið áætlað. Nú er gert ráð fyrir því að um 10% orkunnar tapist á leið sinni yfir hafið. Síðan væri hægt að semja við Breta og Hollendinga um að ríkið fengi einhvern hundraðshluta af endanlegu söluverði rafmagnsins erlendis," segir Friðrik og bendir á að líftími umræddra sæstrengja sé í kringum 20 ár. Friðrik átti fund með Steingrími J. Sigfússyni, fjármálaráðherra, varðandi málið og var fjármálaráðherrann afar jákvæður. Sagðist hann ætla að skoða málið frekar að sögn Friðriks. Skrif Friðriks um málið má nálgast hér.
Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Sjá meira