Erlent

Ofursti í breska hernum féll í Afganistan

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Hæst setti breski hermaður sem fallið hefur í stríðsátökum í þrjá áratugi lést í Afganistan í gær þegar brynvarin bifreið, sem hann var í, ók yfir jarðsprengju sem talibanar höfðu komið fyrir á vegi. Var þar um að ræða ofurstann Rupert Thorneloe en enginn svo hátt settur breskur hermaður hefur fallið í átökum síðan í Falklandseyjastríðinu árið 1982. Breska varnarmálaráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu um málið og hefur einnig fyrirskipað rannsókn á því hvers vegna ofurstinn var á ferð í bifreið af gerðinni Viking sem er hugsuð til notkunar á hættulitlum svæðum og er lítið brynvarin. Með ofurstanum féll einn hermaður og átta særðust í sprengingunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×