Ákvörðun um risavaxið gagnaver tekin í september Magnús Már Guðmundsson skrifar 25. ágúst 2009 10:55 „En það verður auðvitað ekkert af þessu ef ekki fæst nein orka," segir forsvarsmaður Greenstone ehf. sem vill byggja risavaxið netþjónabú hér á landi. Mynd/Valgarður Gíslason Ákvörðun um hvort að risavaxið gagnaver rísi á Íslandi verður tekin í september. Framkvæmdir geta hafist innan við þremur mánuðum eftir undirritun samkomulags þess efnis en áður þurfa stjórnvöld að tryggja verkefninu orku. Þetta segir forsvarmaður fyrirtækis sem vill reisa gagnaver hér á landi sem samsvarar átta knattspyrnuvöllum að stærð. Í Morgunblaðinu var nýverið fullyrt að yfirgnæfandi líkur væru á því að Greenstone ehf, sem er í eigu íslenskra og erlendra aðila, muni byggja risavaxið 50-60 þúsund fermetra gagnaver á 128 hektara lóð á Blönduósi sem bæjarfélagið mun leggja starfseminni til. Talið er að þörf verði á rúmlega 2000 starfsmönnum á byggingartímanum. Þá gera áætlanir ráð fyrir að 120 manns muni starfa í gagnaverinu eftir að það tekur til starfa.Ekki hægt án orku Sveinn Óskar Sigurðsson, forsvarsmaður Greenstone hér á Íslandi., segir að ekki sé búið að ganga frá neinu samkomulagi og því sé frétt Morgunblaðsins ótímabær. Fáist aftur á móti orka telur Sveinn að verkefnið verði eitt það stærsta í heiminum af sinni tegund. „En það verður auðvitað ekkert af þessu ef ekki fæst nein orka." Greenstone hefur sýnd Íslandi mikinn áhuga en fyrirtækið hefur unnið í rúm tvö ár á að finna hentugt svæði og viðskiptavini sem geti staðsett sig á Íslandi. Fjögur bæjarfélög þykja koma til greina fyrir hugsanlegt gagnaver; Egilsstaðir, Blönduós, Hafnarfjörður og Borgarbyggð.Ísland markaðssett fyrir gagnaver Sveinn segir að íslensk stjórnvöld hafi markaðssett landið um árabil sem ákjósanlegan stað fyrir gagnaver keyrt áfram með hreinni og endurnýjanlegri orku. Stjórnvöld verði að ríða á vaðið og nýta tækifærið. Gagnaversiðnaðurinn sé grænn og umhverfisvænni en annar iðnaður. „Við höfum vissulega orðið vör við góðan vilja, sérstaklega í iðnaðarráðuneytinu, en það þarf að leysa orkuna úr læðingi því það er ekki hægt að gera þetta án hennar." Talsvert flækjustig „Flækjustigið í kerfinu er talsvert en við höfum trú á því að stjórnvöld muni leysa úr málinu," segir Sveinn aðspurður hvort ákvörðunarfælni yfirvalda tefji fyrir endanlegri ákvörðun um gagnaverið. Fleiri fyrirtæki en Greenstone vilja reisa gagnaver á Íslandi. Á meðal þeirra eru Verne Holding og Titan Global. Sveinn segir heilmikla eftirspurn vera eftir orku hér á landi, hvort heldur í græn verkefni eða önnur. Hann fullyrðir að um leið og Greenstone eða eitthvert annað fyrirtæki brjóti ísinn muni fleiri fylgja í kjölfarið. Það muni leiða til þess að vel launuðum störfum í tækniiðnaði fjölgi. Þá segir Sveinn að tilkoma gagnavers muni styrkja skóla og rannsóknarstofnanir. Reynslan hafi sýnt það erlendis. Umsvifamikil starfsemi Greenstone ehf. er í eigu íslenskra, bandarískra og hollenskra aðila. Sveinn segir að fyrirtækið hafi byggt yfir 700 byggingar í Bandaríkjunum sem tengist gagnaversiðnaðinum með einum eða öðrum hætti. Í Hollandi starfrækir fyrirtækið meðal annars 18 þúsund fermetra gagnaver sem hýsir eina stærstu leitarvél heims. Það er þrefalt minna en það gagnaver sem Greenstone hefur hug á að reisa hér á landi. Tengdar fréttir Risavaxið gagnaver hefði mikil jákvæð áhrif Risavaxið gagnaver á Blönduósi myndi hafa heilmikil jákvæð áhrif fyrir bæjarfélagið, landshlutann sem og í endurreisn Íslands, að mati Arnars Þórs Sævarssonar, bæjarstjóra á Blönduósi. Hann segir sig og aðra forystumenn í bæjarfélaginu stíga varlega til jarðar í málinu. „Við lítum ekki svo á að þetta sé í hendi.“ 15. ágúst 2009 14:13 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fleiri fréttir Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Sjá meira
Ákvörðun um hvort að risavaxið gagnaver rísi á Íslandi verður tekin í september. Framkvæmdir geta hafist innan við þremur mánuðum eftir undirritun samkomulags þess efnis en áður þurfa stjórnvöld að tryggja verkefninu orku. Þetta segir forsvarmaður fyrirtækis sem vill reisa gagnaver hér á landi sem samsvarar átta knattspyrnuvöllum að stærð. Í Morgunblaðinu var nýverið fullyrt að yfirgnæfandi líkur væru á því að Greenstone ehf, sem er í eigu íslenskra og erlendra aðila, muni byggja risavaxið 50-60 þúsund fermetra gagnaver á 128 hektara lóð á Blönduósi sem bæjarfélagið mun leggja starfseminni til. Talið er að þörf verði á rúmlega 2000 starfsmönnum á byggingartímanum. Þá gera áætlanir ráð fyrir að 120 manns muni starfa í gagnaverinu eftir að það tekur til starfa.Ekki hægt án orku Sveinn Óskar Sigurðsson, forsvarsmaður Greenstone hér á Íslandi., segir að ekki sé búið að ganga frá neinu samkomulagi og því sé frétt Morgunblaðsins ótímabær. Fáist aftur á móti orka telur Sveinn að verkefnið verði eitt það stærsta í heiminum af sinni tegund. „En það verður auðvitað ekkert af þessu ef ekki fæst nein orka." Greenstone hefur sýnd Íslandi mikinn áhuga en fyrirtækið hefur unnið í rúm tvö ár á að finna hentugt svæði og viðskiptavini sem geti staðsett sig á Íslandi. Fjögur bæjarfélög þykja koma til greina fyrir hugsanlegt gagnaver; Egilsstaðir, Blönduós, Hafnarfjörður og Borgarbyggð.Ísland markaðssett fyrir gagnaver Sveinn segir að íslensk stjórnvöld hafi markaðssett landið um árabil sem ákjósanlegan stað fyrir gagnaver keyrt áfram með hreinni og endurnýjanlegri orku. Stjórnvöld verði að ríða á vaðið og nýta tækifærið. Gagnaversiðnaðurinn sé grænn og umhverfisvænni en annar iðnaður. „Við höfum vissulega orðið vör við góðan vilja, sérstaklega í iðnaðarráðuneytinu, en það þarf að leysa orkuna úr læðingi því það er ekki hægt að gera þetta án hennar." Talsvert flækjustig „Flækjustigið í kerfinu er talsvert en við höfum trú á því að stjórnvöld muni leysa úr málinu," segir Sveinn aðspurður hvort ákvörðunarfælni yfirvalda tefji fyrir endanlegri ákvörðun um gagnaverið. Fleiri fyrirtæki en Greenstone vilja reisa gagnaver á Íslandi. Á meðal þeirra eru Verne Holding og Titan Global. Sveinn segir heilmikla eftirspurn vera eftir orku hér á landi, hvort heldur í græn verkefni eða önnur. Hann fullyrðir að um leið og Greenstone eða eitthvert annað fyrirtæki brjóti ísinn muni fleiri fylgja í kjölfarið. Það muni leiða til þess að vel launuðum störfum í tækniiðnaði fjölgi. Þá segir Sveinn að tilkoma gagnavers muni styrkja skóla og rannsóknarstofnanir. Reynslan hafi sýnt það erlendis. Umsvifamikil starfsemi Greenstone ehf. er í eigu íslenskra, bandarískra og hollenskra aðila. Sveinn segir að fyrirtækið hafi byggt yfir 700 byggingar í Bandaríkjunum sem tengist gagnaversiðnaðinum með einum eða öðrum hætti. Í Hollandi starfrækir fyrirtækið meðal annars 18 þúsund fermetra gagnaver sem hýsir eina stærstu leitarvél heims. Það er þrefalt minna en það gagnaver sem Greenstone hefur hug á að reisa hér á landi.
Tengdar fréttir Risavaxið gagnaver hefði mikil jákvæð áhrif Risavaxið gagnaver á Blönduósi myndi hafa heilmikil jákvæð áhrif fyrir bæjarfélagið, landshlutann sem og í endurreisn Íslands, að mati Arnars Þórs Sævarssonar, bæjarstjóra á Blönduósi. Hann segir sig og aðra forystumenn í bæjarfélaginu stíga varlega til jarðar í málinu. „Við lítum ekki svo á að þetta sé í hendi.“ 15. ágúst 2009 14:13 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fleiri fréttir Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Sjá meira
Risavaxið gagnaver hefði mikil jákvæð áhrif Risavaxið gagnaver á Blönduósi myndi hafa heilmikil jákvæð áhrif fyrir bæjarfélagið, landshlutann sem og í endurreisn Íslands, að mati Arnars Þórs Sævarssonar, bæjarstjóra á Blönduósi. Hann segir sig og aðra forystumenn í bæjarfélaginu stíga varlega til jarðar í málinu. „Við lítum ekki svo á að þetta sé í hendi.“ 15. ágúst 2009 14:13