Enski boltinn

Bullard kemur ekki meira við sögu á leiktíðinni

Jimmy Bullard spilaði aðeins hluta úr leik með Hull áður en hann meiddist
Jimmy Bullard spilaði aðeins hluta úr leik með Hull áður en hann meiddist NordicPhotos/GettyImages

Meiðsli miðjumannsins Jimmy Bullard hjá Hull eru verri en talið var í fyrstu og því hafa forráðamenn félagsins staðfest að hann komi ekki meira við sögu á leiktíðinni.

Bullard er dýrasti leikmaður í sögu Hull eftir að hann var keyptur til félagsins frá Fulham á fimm milljónir punda í janúar.

Bullard fór nýverið í ítarlegri skoðun vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir í leik gegn West Ham og þá kom í ljós að hann er með sködduð krossbönd í hnénu. Hann náði því ekki að spila heilan leik með Hull eftir félagaskiptin frá Fulham.

Bullard varð fyrir svipuðum meiðslum í september árið 2006 og var þá 18 mánuði frá keppni.

Þetta eru slæm tíðindi fyrir Phil Brown og hans menn í Hull sem eru í nokkurri fallhættu eftir ótrúlega góða byrjun í úrvalsdeildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×