Innlent

Aðlögun skulda og leiðrétt greiðslubyrði

Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, kynnti í dag viðamiklar aðgerðir sem fela í sér umtalsverða leiðréttingu á greiðslubyrði af lánum og nýjar leiðir til að laga skuldir fólks að eignastöðu og greiðslugetu.

Fram kemur á vef félags- og tryggingamálaráðuneytisins að aðgerðirnar byggjast á almennum aðgerðum sem munu bæta fjárhagsstöðu allra skuldara sem eru með húsnæðis- eða bílalán. Jafnframt er um að ræða sértækar aðgerðir sem fela í sér nýjar og endurbættar leiðir til að bæta stöðu þeirra sem þurfa á meiri aðstoð að halda en felst í almennu aðgerðunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×